Það er búið að vera fallegt verður á Húsavík í dag og reyndar um alla páskana. Fjölmargir hafa verið á ferðinni og farið í langa göngutúra í góða veðrinu. Þá er töluvert um ferðamenn á Húsavík og voru bílastæðin í miðbænum full af bílaleigubílum. Hvalaskoðunarbátar komu og fóru frá Húsavíkurhöfn í dag auk þess sem grásleppusjómenn voru að huga að sínum bátum en grásleppuvertíðin er í fullum gangi og hefur fiskast vel. Sjá myndir sem flestar voru teknar í dag, tvær reyndar í gær.