Vilja nýjan leikskóla

Á síðustu árum hefur töluverð uppbygging verið á Þórshöfn enda öflugt atvinnulíf á staðnum sem tengist ekki síst starfsemi Ísfélags Vestmannaeyja. Uppbyggingin kallar ekki síst á nýjan leikskóla enda núverandi leikskóli kominn til ára sinna. Í dag eru 37 börn í skólanum og nokkur á biðlista. Í samtölum við fólk á Þórshöfn í vikunni komu fram sterkar skoðanir á mikilvægi þess að ráðist verði í byggingu á nýjum leikskóla.

Kristján Úlfarsson smiður var að vinna við viðgerðir á leikskólanum þegar fulltrúi heimasíðu stéttarfélaganna var þar á ferðinni í vikunni. Kallað er eftir nýjum leikskóla á Þórshöfn.

Deila á