Í dag fara fram viðræður milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins um endurskoðun á gildandi kjarasamningi aðila. Eins og fram hefur komið er mikill ágreiningur milli aðila um kröfugerðina. Starfsgreinasambandið leggur mikið upp úr því að ná fram leiðréttingum á kjörum félagsmanna sem setið hafa eftir miðað við aðra hópa launafólks meðan Samtök atvinnulífsins vara við hækkunum til þeirra lægst launuðu. Það kalli á óðaverðbólgu og atvinnuleysi. Viðbrögð SA eru afar sérkennileg svo ekki sé meira sagt. Mikill hugur er í samninganefnd SGS sem skipuð er formönnum aðildarfélaga sambandsins. Innan sambandsins eru 19 stéttarfélög, af þessum félögum fara 16 stéttarfélög fram undir hatti Starfsgreinasambandsins.
Það verður fundað stíft í dag á vegum Starfsgreinasambandsins.