Framsýn stóð fyrir félagsfundi á Raufarhöfn í gær. Góð mæting var á fundinn og grenilegt er að fólk er tilbúið í átök til að berjast fyrir betri kjörum. Ekki síst í ljósi þess að verkafólk var skilið eftir í síðustu kjarasamningum með um 2,8% launahækkun. Frá þeim tíma hafa aðrir hópar launafólks fengið hækkanir sem telja í tugum prósenta. Eftir fundinn í gær gekk Framsýn frá kröfugerð til Starfsgreinasambands Íslands sem kallað hefur eftir tillögum frá aðildarfélögum sambandsins. Reiknað er með að sambandið gangi frá endanlegri kröfugerð aðildarfélaga í lok þessarar viku en boðað hefur verið til fundar í Reykjavík á fimmtudaginn. Í kjölfarið verður kröfugerðin lögð fyrir Samtök atvinnulífsins 31. janúar.
Það var hugur í fundarmönnum á Raufarhöfn í gær.
Þessir herramenn létu fara vel um sig á fundinum.