Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær. Tekin voru fyrir nokkur mál s.s. málefni Lsj. Stapa, tvö erindi frá ASÍ, ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík og þá var samþykkt að styrkja velferðarverkefni á félagssvæðinu. Þar með lauk góðu ári í starfi félagsins.
Stjórn Þingiðnar átti góðan fund í gær. Miklar væntingar eru til þess að eitthvað gerist á Bakka á næsta ári. Hér eru félagarnir, Kristinn, Hólmgeir, Jónas, Vigfús og Þórður Aðalsteinsson á síðasta stjórnarfundi ársins í gær.