Jólakaffi á morgun, laugardag. Allir velkomnir.

Hið árlega og vinsæla jólakaffi stéttarfélaganna verður í fundarsal stéttarfélaganna laugardaginn 13. desember. Opið verður frá kl. 14:00 til 18:00. Boðið verður upp á kaffi og heimsins bestu tertu frá Heimabakaríi. Jafnframt verður boðið upp á tónlistaratriði og hver veit nema jólasveinarnir komi í heimsókn. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í jólakaffið.
Það hefur verið vinsælt að líta við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir jólin þegar félögin hafa verið með opið hús og boðið upp á veitingar, söng og góða tónlist. Komið hafa á bilinu 300 til 400 gestir.
Deila á