
Verkefnið er heimildarmynd þar sem rætt verður m.a. við Húsvíkinga sem komið hafa að uppbyggingu samfélagsins síðustu áratugi og séð Húsavík vaxa og dafna í gegnum árin. Samhliða því verða rifjaðir upp helstu atburðir úr sögu bæjarfélagsins með skemmtilegum sögum og heimilislegu spjalli. Stuðst verður við eldra efni, ljósmyndir og gömul skjöl, unnið í samstarfi við Sif Jóhannesdóttir og Safnahúsið á Húsavík.
Verkefnið hófst þann 1. september 2014 og stefnt er að því að frumsýna myndina á bæjarhátíð Húsvíkinga, Mærudögum 2016 enda takist að fjármagna þetta athyglisverða verkefni. Ef þið eigið í fórum ykkar ljósmyndir eða gamalt myndefni frá Húsavík sem þið viljið leggja til í verkefnið, hafið þá endilega samband: sagahusavikur@gmail.com . Jafnframt ef vilji er til þess að koma að fjármögnun verkefnisins er áhugasömum bent á að hafa samband við Rafnar Orra Gunnarsson í síma 8668902.