Stækkun fyrirhuguð í vetur

Í heimsókn Framsýnar til starfsmanna á Sel-Hótel Mývatn kom fram að fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við stækkun á hótelinu í haust með það að markmiði að taka nýja hlutann í notkun næsta vor. Að sögn Yngva Ragnars hótelstjóra verður hótelið stækkað um 22 herbergi auk þess sem byggður verður nýr veitinga- og ráðstefnusalur og afgreiðsla. Þannig verður hótelið betur í stakk búið til að taka að sér ráðstefnur í framtíðinni.
Þegar fulltrúar Framsýnar voru á ferð voru starfsmenn að undirbúa komu gesta af skemmtiferðaskipi sem lá í höfn á Akureyri. Um 20.000 gestir eru væntanlegir af skemmtiferðarskipum í sumar í kaffi og tertu í Sel-Hótel Mývatn.
Aðalsteinn formaður og Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri fóru yfir málin og uppbygginguna sem er framundan hjá hótelinu í vetur.
Marcin sem starfar m.a. sem þjónn á Sel-Hótel Mývatn sá ástæðu til að taka aðeins á formanni Framsýnar og berja hann áfram til góðra verka fyrir félagsmenn. Marcin starfaði áður hjá Vísi hf. á Húsavík sem nú hefur hætt starfsemi.
Linda var ánægð en hún kemur frá Egilsstöðum og starfar í sumar hjá Sel-Hótel Mývatn.
Deila á