Stjórn Þingiðnar hefur verið boðuð til fundar mánudaginn 17. febrúar kl. 18:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Nokkur mál verða á dagskrá fundarins en dagskráin er meðfylgjandi þessari frétt.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Fundargerð síðasta fundar
- Kjaramál
- Sumarferð stéttarfélaganna
- Leikhúsferð fyrir félagsmenn
- Aðkoma félagsins að sérstöku verkefni
- Málefni félagsins
- Breytingar á skrifstofu
- Flugmiðar til félagsmanna
- Leiga á skrifstofu
- Önnur mál
Stjórn Þingiðnar mun væntanlega samþykkja að afturkalla samningsumboðið frá Samiðn þar sem félagsmenn Þingiðnar felldu nýgerðan kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem félagið átti aðild að.