Grillað í fallegu haustveðri

Starfsmenn stéttarfélaganna ásamt fjölskyldum komu saman í skógarlundi fyrir ofan Húsavík á föstudagskvöldið þar sem komið hefur verið upp aðstöðu fyrir fólk til að grilla sér til gamans og yndisauka. Starfsmenn voru að undirbúa sig fyrir vetrarstarfið en framundan eru krefjandi tímar í starfi stéttarfélaganna, ekki síst þar sem kjarasamningar eru almennt lausir þegar líður á veturinn.

Starfsmenn stéttarfélaganna komu saman á föstudaginn ásamt fjölskyldum fyrir ofan Húsavík í fallegum skógarlundi.

Stórir og smáir grilluðu.

Ágúst Óskarsson var grillmeistari kvöldsins enda góður kokkur þegar hann segir sjálfur frá.

Menn áttu notalega stund saman á föstudagskvöldið.

Frímann og Jóhanna voru að sjálfsögðu á svæðinu en Jóhanna starfar hjá Vinnumálastofnun. Hér er annar helmingurinn, það er Frímann að fara yfir málin með Kristjáni Eyðssyni.

Börnin höfðu gaman af því að leika sér í fallegu umhverfi. Hér er Elfa Ósk að eltast við barnabarnið, Sæþór Orra, sem hafði mikinn áhuga fyrir því að láta elta sig um skóginn.

Deila á