Opið hús hjá Framsýn – laugardag kl. 12:00-13:00

Framsýn – stéttarfélag bauð upp á opið hús í hádeginu í dag (föstudag) og verður aftur með opið hús á morgun (laugardag) kl. 12:00-13:00. Á opnu húsi er boðið upp kaffi, drykki, popp og augna- og eyrnakonfekt, sem er sýning á nýju kvikmyndinni um Framsýn og atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Sýning myndarinnar tekur um 20 mín. Verið öll velkomin!

Blaðamaður heimsíðunnar skaut mynd af Grétu, Berglind og Loga, sem hafa í nógu að snúast. Gréta er sjúkranuddari og rekur sjúkranuddstofu á Húsavík og Berglind og Logi reka kjötvinnslu og veisluþjónustu. Þessa dagana hafa þau í mörg horn að líta, enda bærinn fullur af fólki á Mærudögum.

Deila á