Áfram Raufarhöfn

Töluverð umræða hefur verið um málefni Raufarhafnar síðustu mánuðina vegna þeirrar miklu fólksfækkunar sem þar hefur orðið. Þá hefur jafnframt atvinnulífi á staðnum hnignað verulega.

Byggðastofnun ásamt heimaaðilunum hefur unnið markvist að því að kortleggja vandann með íbúum Raufarhafnar. Í því sambandi hafa verið haldnir nokkrir fundir með íbúum staðarins. Sá síðasti í þessari röð funda var haldinn í gær í félagsheimilinu á Raufarhöfn. Um 60 íbúar og gestir tóku þátt í fundinum.

Á fundinum var farið yfir umræðuna  og niðurstöðu fundanna sem haldnir hafa verið. Greinilegt er að íbúar staðarins leggja höfuð áherslu á að auka sjávarútveg og fiskvinnslu auk þess að efla ferðaþjónustu. Þá ríkir ófremdarástand í löggæslumálum allt frá Bakkafirði til Kópaskers þar sem einum lögreglumanni er ætlað að sinna öllu svæðinu. Íbúar Raufarhafnar telja afar mikilvægt að lögreglumaður/menn verði ávalt til staðar á Raufarhöfn.

Á fundinum kom einnig fram að búið er að ráða Kristján Þ. Halldórsson í starf verkefnisstjóra frá 1. mars nk. Kristjáni er m.a. ætlað að vinna með þá punkta sem fram komu á íbúafundunum en margar góðar hugmyndir hafa komið fram sem áhugvert verður að fylgjast með. Í lokin sameinuðust fundarmenn og sögðu ÁFRAM RAUFARHÖFN!!!!!!!!!!

Góður andi var á fundinum þrátt fyrir stöðuna sem Raufarhafnarbúar hafa þurft að búa við undanfarin ár.

Hér má sjá forgangsröðun heimamanna. Þau atriði sem skora mest hjá heimamönnum er aukinn sjávarútvegur og ferðaþjónusta.

Deila á