Helstu mál tekin fyrir á starfsmannafundi

Formaður Framsýnar fundaði í vikunni með starfsmönnum Stórutjarnarskóla en hann var þar á ferð á þriðjudaginn. Umræður urðu um starfsemi Framsýnar, réttindi starfsmanna og væntanlega kjarasamningsgerð en kjarasamningar eru almennt lausir síðar á þessu ári.  Framsýn hefur verið á yfirreið um félagssvæðið og var heimsóknin í Stórutjarnir liður í þeirri áætlun.
Gjörðu svo vel Aðalsteinn, hér færðu nýja snúða.

Í upphafi fundar fór formaður með borðbæn, smá grín!!

Það var komið inn á ýmislegt á fundinum í gær.

Tveir danskir kennarar voru í heimsókn í Stórutjarnaskóla  líkt og formaður Framsýnar. Kennararnir eru að vinna að norrænu skólaverkefni sem tengist Stórutjarnaskóla. Þær fengu að sjálfsögðu  smá gjöf frá Framsýn líkt og starfsmenn skólans, það er félagsmenn Framsýnar sem voru á vinnustaðafundinum. Eins og sjá má ljómuðu þær af gleði.

Deila á