GPG- stórhuga

Eins og heimasíðan hefur fjallað um var íbúafundurinn á Raufarhöfn í vikunni góður og upplýsandi. Ljóst er að heimamenn hafa margar góðar hugmyndir, sérstaklega varðandi ferðaþjónustu og fiskvinnslu á staðnum.

Í því sambandi má nefna að heimamenn vilja hraða uppbyggingu Heimsskautagerðisins til að draga ferðafólk enn frekar til Raufarhafnar og þá kom fram hjá talsmönnum GPG-Fiskverkunar  að hugmyndin væri að auka umsvif fyrirtækisins á Raufarhöfn með því að vinna aukin afla. Til stæði að fjölga starfsmönnum um helming.

Þess ber að geta að GPG- rekur bæði útgerð og fiskvinnslu á Raufarhöfn. Gangi þessar hugmyndir eftir er ekki ólíklegt að um 30 starfsmenn verði við störf á vegum GPG á Raufarhöfn á næstunni, það er í útgerð og fiskvinnslu. Þá er einnig til skoðunar að gera verulegar lagfæringar á húsnæðinu sem starfsemin er í sem kallar á aukna atvinnu fyrir iðnaðarmenn og verkamenn meðan á framkvæmdum stendur.

Fleiri góðar hugmyndir um atvinnusköpun komu fram á fundinum og í því sambandi horfa menn ekki síst  til SR- húsanna sem að hluta til standa tóm í dag.Margir eru á því að Heimskautagerðið muni draga til sín töluvert af ferðafólki fáist fjármagn til að klára verkið. Um 160 milljónir vantar til að klára verkið miðað við upplýsingar sem komu fram á fundinum. 

GPG stefnir að því að auka starfsemi fyrirtækisins á Raufarhöfn og auglýsir nú eftir fólki til starfa.

Deila á