Kynningarfundur um Jarðvang – Geopark

Næstkomandi fimmtudag 26. apríl 2012 kl. 20:00 verður kynningarfundur um Jarðvang – Geopark í Skúlagarði, Kelduhverfi. Hugmyndafræði jarðvanga miðar að sjálfbærri nýtingu og uppbyggingu; félagslega, efnahagslega og umhverfislega.  Fá ef nokkur svæði á landinu eru betur til þess fallin að mæta markmiðum um aukna dreifingu ferðamanna í tíma og rúmi en einmitt Norðausturland.

Innan fyrirhugaðs jarðvangs eru merk svæði í jarðsögulegu tilliti og mikil jarðfræðileg fjölbreytni. Þar sjást áhrif mótandi afla á landið greinilega, hvort sem um er að ræða eldvirkni, skjálfta og jarðvarma eða vatnsrof og ógnarmátt Jökulsár og brimstrandarinnar við nyrsta haf. Hér mætast fjölbreyttar jarðmyndanir og úthafið og móta sérstöðu svæðisins.

Markmiðið er að stuðla að aukinni vitund almennings og ferðamanna um mikilvægar jarðfræði-, og menningarminjar á svæðinu, sérstöðu þess og sögu.

                                                           Allir velkomnir!                     

Dagskrá:

ü  Fundasetning, Hólmfríður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftafélagsins.

ü  Jarðvangur – að byggja á styrkleikum. Steingerður Hreinsdóttir, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.

ü  Jarðvangur sem tæki í byggðaþróun. Reinhard Reynisson ,Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

ü  Jarðfræði svæðisins. Axel Björnsson, jarðfræðingur

ü  Fyrirspurnir og umræður.

 Undirbúningsnefndin.

 

Heimasíða stéttarfélaganna var beðin um að koma þessari auglýsingu á framfæri.

 

Deila á