Kraftur í starfsemi Vísis á Húsavík

Í byrjun janúar tók Vísir hf. í notkun nýjan vinnslubúnað fyrir fiskvinnslu fyrirtækisins á Húsavík. Búnaðurinn sem er frá fyrirtækinu Marel hefur komið vel út.  Góður gangur hefur verið í starfstöð fyrirtækis á Húsavík og nú hefur verið ákveðið að loka aðeins í 5 vikur í sumar, það er frá 30. júlí til 3. september, sem er kjarasamningsbundið sumarfrí starfsmanna. Síðustu ár hefur fyrirtækið lokað í þrjá mánuði yfir sumarmánuðina. Þetta eru afar ánægjulegar fréttir fyrir atvinnulífið á svæðinu þar sem miklu skiptir að fyrirtæki eins og Vísir, sem er einn af fjölmennari vinnustöðum bæjarins með um 50 starfsmenn í vinnu, sé í fullum rekstri. Reiknað er með að steinbítur, keila, langa, blálanga og ýsa verði þær tegundir  sem halda muni starfseminni gangandi fram að sumarfríi starfsmanna.

Deila á