Jólafundir framundan

Þá fer árinu 2011 að ljúka. Eins er með starfsemi stéttarfélaganna á þessu ári. Stjórn Þingiðnar fundar í síðasta skiptið á þessu ári á fimmtudaginn og stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til síðasta fundar ársins á föstudaginn. Eftir þessa viku eru aðeins tveir fundir eftir á þessu ári. Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar fundar í lok ársins og þá verður aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar haldinn fimmtudaginn29. desember n.k.

Deila á