Jólaskemmtun Samhljóms 11. desember

Stjórn Samhljóms, fjölskyldu- og styrktarsjóðs í Þingeyjarsýslum fer nú af stað með Jólastarf sjóðsins, sem fellst í Jólaskemmtun – tónleikum og söfnun. Allri innkomu og  söfnunarfé er varið í styrki til fjölskyldna og einstaklinga sem hafa lent í áföllum, s.s. vegna alvarlegra slysa eða baráttu við erfiða sjúkdóma. 

Jólaskemmtun – tónleikar Samhljóms verða haldnir í Félagsheimili Húsavíkur (Fosshótelinu á Húsavík) sunnudaginn 11. desember n.k. kl. 16:00. Þar munu Guðni Bragason, hljómsveit og úrval söngvara bjóða upp á ógleymanlega tónleika og skemmtun. Jólatónlistin verður áberandi, pakkar verða fyrir þá heppnu og önnur skemmtiatriði. Karlaklúbburinn Sófía verður með kaffisölu á staðnum, innkoma rennur að sjálfsögðu til Samhljóms.

Jafnframt hefst hin árlega Jólasöfnun Samhljóms meðal íbúa, stofnanna, fyrirtækja og félaga á svæðinu. 
Framlögum má koma til stjórnarmanna eða beint inn á bankareikninga Samhljóms.

 Kennitala Samhljóms er 521006-1880
Heimilisfang, Stórhóll 25 Húsavík (Guðni)

Söfnunarreikningar:
Íslandsbanki  0567-26-10000
Landsbanki Íslands  0192-26-85
Sparisjóður Suður-Þingeyinga  1110-26-917 

Jólakveðja!
Stjórn Samhljóms

 

Deila á