Hver er desemberuppbótin í ár?

Hér koma upplýsingar um desemberuppbót til félagsmanna stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og sérstakt álag sem samið var um að kæmi til greiðslu í desember 2011og febrúar 2012. Álagið í febrúar kemur aðeins til starfsmanna sveitarfélaga. Hér er miðað við þá sem eiga rétt á fullum rétti. Desemberuppbót miðast við starfstíma og starfshlutfall eftir ákvæðum kjarasamninga. Ef frekari upplýsinga er þörf, endilega hafið þá samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.

Desemberuppbót 2011:

Almenni kjarasamningurinn milli Framsýnar/VÞ og SA
Desemberuppbót                 kr. 48.800
Sérstakt álag 2011              kr. 15.000
                               Samtals kr. 63.800

Kjarasamningur Framsýnar/VÞ við Bændasamtök Íslands
Desemberuppbót                kr. 48.800
Sérstakt álag 2011             kr. 15.000
               Samtals                 kr. 63.800 

Kjarasamningur Framsýnar/VÞ við Landsamband smábátaeigenda vegna vinnu við línu og net
Desemberuppbót                kr. 48.800
Sérstakt álag 2011             kr. 15.000
                Samtals                kr. 63.800 

Kjarasamningur LÍV og SA sem Framsýn er aðili að
Desemberuppbót                kr. 55.400
Sérstakt álag 2011             kr. 15.000
               Samtals                 kr. 70.400

Kjarasamningur Framsýnar/VÞ og Landsvirkjunar
Desemberuppbót                kr. 82.775
Sérstakt álag 2011              kr. 15.000
                                Samtals kr. 97.775

Kjarasamningur Framsýnar/VÞ og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs
Desemberuppbót                kr. 48.800
Sérstakt álag 2011              kr. 15.000
               Samtals                  kr. 63.800

(Ath. Þar sem sérákvæði gilda fyrir starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sem voru við störf 4. apríl 2004 geta þeir átt rétt á hærri desemberuppbót en hér greinir)

Kjarasamningur Framsýnar/VÞ og Launanefndar sveitarfélaga
Desemberuppbót               kr. 75.500
Eingreiðsla 1. feb. 2012     kr. 25.500

(Ath. Sérákvæði varðandi desemberuppbótina gilda um starfsmenn sveitarfélaga sem voru við störf  fyrir 29. maí 2005. Þeir eiga rétt á 50% desemberuppbót samkvæmt nánari skilgreiningu. Sama á við um starfsmenn Hvamms sem voru við störf fyrir 1. maí 2004. Þeir halda 50% desemberuppbót samkvæmt ákveðnum reglum.) 

Kjarasamningur Samiðnar og SA sem Þingiðn er aðili að
Desemberuppbót                kr. 48.800
Sérstakt álag 2011              kr. 15.000
               Samtals                  kr. 63.800

Kjarasamningur Samflotsins og Launanefndar sveitarfélaga sem STH er aðili að
Desemberuppbót               kr. 75.500
Eingreiðsla 1. feb. 2012     kr. 25.500

(Ath. Sérákvæði varðandi desemberuppbótina gilda um starfsmenn Norðurþings sem voru við störf  fyrir 29. maí 2005. Þeir eiga rétt á 50% desemberuppbót samkvæmt nánari skilgreiningu.)

Kjarasamningur Samflotsins og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs sem STH er aðili að
Desemberuppbót                kr. 48.800
Sérstakt álag 2011              kr. 15.000
               Samtals                  kr. 63.800

(Ath. Þar sem sérákvæði gilda fyrir starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga  geta þeir átt rétt á hærri desemberuppbót en hér greinir.)

Deila á