Á laugardaginn var hrútadagurinn haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn. Fjöldi fólks var saman kominn í Reiðhöllinni til að skoða og kaupa fallega hrúta frá öllum helstu fjárræktarbúum í Norður Þingeyjarsýslu. Auk þess voru sölubásar á staðnum þar sem alls konar vörur voru til sölu. Við skulum láta meðfylgjandi myndir túlka stemninguna sem var á staðnum á laugardaginn.
Þá er full ástæða til að hvetja Þingeyinga og aðra landsmenn til að fjölmenna á hrútadaginn á Raufarhöfn að ári. Um er að ræða frábæra skemmtun.
Fjölmenni var á Hrútadeginum á Raufarhöfn á laugardaginn.
Feðgarnir, Jón og Brynjar frá Húsavík voru á staðnum.
Þessi er helvíti góður!!!!!! Jónas á Héðishöfða og Dóri á Sandhólum skoða hér fallegan kynbótahrút.
Jói bóndi á Gunnarstöðum og Ella á Bjarnastöðum voru á staðnum enda bæði þekktir fjárbændur í Þingeyjarsýslum.
Sigurður Jónsson frá Húsavík var einn af þeim sem verslaði sér lífhrút á Hrútadeginum. Gunnar Sigurður Jósteinsson hjálpaði Sigga með hrútinn.
Níels Árni bauð upp hrútana og fórst það vel úr hendi.
Gunnþóra á Kópaskeri sá um að skrásetja hrútana sem seldust um helgina.
Kótelettufélag Íslands setti skemmtilegan svip á hrútadaginn. Þeir völdu kótelettu hrút ársins 2011. Það var gæðahrúturinn Guðbrandur nr. 144 sem hlut þessi veglegu verðlaun. Eigandi hrútsins er Bjarki Fannar Karlsson frá Hafrafellstungu. Í tilefni af því afhenti Kótelettufélagið Bjarka viðurkenningarskjal.