Húsavíkurrétt næsta laugardag

Frístundabændur á Húsavík munu ganga á fjöll næsta laugardag og smala kindum sínum til byggða. Að sögn fjárbænda á Húsavík áætla þeir að rétta kl. 13:00 í Húsavíkurrétt enda verði gott að smala en þeir vonast eftir góðu veðri.

Það er oft mikið fjör á Húsavíkurrétt enda alltaf mjög gott veður.

Deila á