Málefni SGS og kjarasamningar til umræðu

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundaði í gær. Meðal fundarefna sem voru til umræðu voru, skipulagsmál Starfsgreinasambandsins, kjaramál, öryggismál sjómanna og kjör fulltrúa á þing sem haldin verða í haust á vegum Starfsgreinasambands Íslands og Alþýðusambands Norðurlands. Mörg önnur smærri mál fengu einnig góða umræðu. Fyrir fundinum lágu ákveðnar hugmyndir um framtíðarskipulag  SGS frá starfshópi sem falið var að leggja fram tillögur þess efnis fyrir fundinn. Ákveðið var að gera nokkrar breytingar við tillögurnar áður en þær verða svo sendar áfram til Starfsgreinasambands Íslands. Gengið var frá kjöri á 5 fulltrúum félagsins á þing Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík í haust. Þá var samþykkt að  finna fulltrúa til að fara á þing Alþýðusambands Norðurlands sem haldið verður á Illugastöðum í október en félagið á rétt á 23 fulltrúum á þingið.

Deila á