Framsýn boðaði til fundar í dag með fulltrúum Hvamms og sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum um stöðu kjaraviðræðna félagsins við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Á fundinum var farið yfir kröfugerð félagsins fh. starfsmanna og þann hnút sem kominn er upp í viðræðunum þar sem ágreiningur er um launatöfluna sem kemur mjög illa við eldri starfsmenn, sérstaklega konur. Fundarmenn skiptust á skoðunum um málið og fulltrúar sveitarfélaganna voru ánægðir með að fá kynningu á sjónarmiðum Framsýnar en ítrekuðu að samningsumboðið sveitarfélaganna væri hjá Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðar í dag hefur Framsýn svo boðað til félagsfundar með starfsmönnum sveitarfélaga áður en þeir halda suður til Reykjavíkur en fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara á morgun.
Framsýn fundaði í dag með fulltrúum frá Norðurþingi, Lagnganesbyggð, Tjörneshrepp, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit um kröfugerð félagsins og áherslur Samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi nýja launatöflu sem kemur illa við reynda starfsmenn hjá sveitarfélögunum.