Erna Þorvaldsdóttir sem fædd var 5. júlí 1936 var jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag. Hún lést 31. maí 2011. Erna starfaði lengi að verkalýðsmálum sem trúnaðarmaður starfsmanna á Sjúkrahúsi Húsavíkur auk þess sem hún var í aðalstjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur frá árinu 1982 til ársins 1989. Ernu eru þökkuð vel unnin störf í þágu verkafólks í Þingeyjarsýslum. Þá vottum við Davíð og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Framsýn- stéttarfélag
Minningarorð:
Ég gæti ekki orðað betur það sem ég sagt vildi hafa á þessari kveðjustundu er ég kveð kæra vinkonu og starfsfélaga Ernu Þorvaldar.
Þökk fyrir störf þín, dugnað og dáð
og djörfung í orði og verki,
nafn þitt mun lengi hjá lýð vera skráð
og lifa þitt hugsjóna merki.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Kristbjörg Sigurðardóttir (Bogga).