Félagsmenn Framsýnar stéttarfélags hafa í atkvæðagreiðslu samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningurinn gildir fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Á kjörskrá voru 830, af þeim kusu 146 eða 17,59% og féllu atkvæði þannig:
Já sögðu 127 87%
Nei sögðu 17 12%
Auðir seðlar 2 1%
Kjarasamningurinn hefur nú tekið gildi, því áður höfðu Samtök atvinnulífsins samþykkt hann. Launahækkanir taka gildi 1. júní en þá hækka taxtar um kr. 12.000,- og laun umfram taxta hækka um 4,25%. Þann 1. júní fá þeir sem starfa eftir þessum samningi kr. 50.000 eingreiðslu sem kemur til vegna vinnu í mars-maí. Orlofsuppbótin fyrir árið 2011 er kr. 26.900 og til viðbótar greiðist kr. 10.000,- álag á orlofsuppbótina.
Nánar um samninginn má finna hér á heimsíðunni.
Ágúst S. Óskarsson formaður kjörstjórnar og Þórður Adamsson telja atkvæði um kjarasamning Framsýnar og SA. Auk þeirra situr Svala Björgvinsdóttir í kjörstjórn Framsýnar.