1087 skráðir atvinnulausir í lok mánaðarins á Norðurlandi eystra

Samkvæmt upplýsingum sem voru að berast frá Vinnumálastofnun var skráð atvinnuleysi í febrúar 2011 á Íslandi um 8,6%. Að meðaltali voru 13.772 manns atvinnulausir í febrúar og eykst atvinnuleysi um 0,1 prósentustig frá janúar, eða um 314 manns að meðaltali.

Atvinnuleysið á Norðurlandi eystra var 6,8% í febrúar og voru 1.087 einstaklingar skráðir atvinnulauir í lok mánaðarins. Flestir voru atvinnulausir á Akureyri eða 733 einstaklingar. Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru samtals 187 skráðir atvinnulausir, þar af voru 112 í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Í Langanesbyggð voru 19 skráðir atvinnulausir, Skútustaðahreppi 20, Svalbarðshreppi 5, Tjörneshreppi 2 og í Þingeyjarsveit voru 29 skráðir atvinnulausir í lok febrúar. Af þeim sem voru atvinnulausir í lok mánaðarins voru 99 karlar eða 53% og 88 konur eða 47%. Ekki er að sjá að atvinnuleysið muni aukast á næstu vikum, þess í stað má reikna með að það var hægt batnandi. Beri mönnum hins vegar gæfa til að reisa orkufrekann iðnað á Bakka væri hægt að eyða atvinnuleysinu á Norðurlandi þegar í stað.

Deila á