Í gær fóru starfsmenn stéttarfélaganna í heimsókn í Kröflu. Þar er verktakafyrirtækið Ístak að byggja tengivirki. Um 25 starfsmenn hafa verið í Kröflu upp á síðkastið en framkvæmdir hófust í ágúst.
Heimsóknin var hin ánægjulegasta. Ístak lagði fram ósk sína um að eiga gott stamstarf við stéttarfélögin og þeirra einlæga vilja til að hafa hlutina í góðu lagi.
Hér á eftir eru nokkrar myndir frá heimsókninni. Á forsíðumyndinni eru frá vinstri, Helgi Valur staðarstjóri í Kröflu, Karl framkvæmdarstjóri Ístaks og Bjarki mannauðsstjóri. Hjá þeim stendur svo Aðalsteinn Á. Baldursson.