Stefnir í skipulagsslys í Garðabæ

Í gær birtist grein á visi.is eftir formann Framsýnar, Aðalstein Árna Baldursson, um skipulagsmál í Garðabæ. Hann er jafnframt stjórnarformaður í húsfélaginu í Þorrasölum 1-3 þar sem Þingiðn og Framsýn eiga sjúkra- og orlofsíbúðir. Íbúðaeigendur fjölbýlishúsana við Þorrasali hafa tekið sig saman um að mótmæla þessum gjörningi, það er að fjölfarinn vegur verði lagður fáeina metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum. Reyndar er það með miklum ólíkindum að skipulagsyfirvöld í Garðabæ telji þetta vera í lagi en fjölbýlishúsin í Þorrasölum standa við landamerki Garðabæjar og Kópavogs. https://www.visir.is/g/20252697012d/skipulagsslys-i-gardabae

Deila á