Góð heimsókn til Egilsstaða
Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna gerðu sér ferð til Egilsstaða í gær. Tilgangurinn var að skoða sumarbústað STH á Eiðum sem tekinn var í gegn í sumar, sem hefur verið og verður, í útleigu fyrir félagsmenn stéttarfélaganna STH-Þingiðn og Framsýnar fram eftir hausti og næsta sumar. Þá var einnig komið við á Sókn lögmannsstofu sem sér um að þjónusta félagsmenn stéttarfélaganna varðandi slysa- og kjarasamningsbrot þurfi þess með. Að síðustu voru starfsmenn Héraðsprent heimsóttir enda sér fyrirtækið um að prenta bæklinga, dagadöl og Fréttabréf stéttarfélaganna. Starfsmenn stéttarfélaganna voru afar ánægðir með heimsóknirnar og mótttökurnar sem voru frábærar.