Greitt úr Félagsmannasjóði til starfsmanna sveitarfélaga innan Framsýnar

Í kjarasamningi aðildarfélaga SGS og Sambands ísl. sveitarfélaga sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn var samið um að sveitarfélögin greiddu 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í svokallaðan Félagsmannasjóð. Hvað félagsmenn Framsýnar varðar, þá er sjóðurinn vistaður hjá Framsýn.

Kveðið er á um að standa skuli skil á þessum greiðslum til félagsmanna 1. febrúar ár hvert fyrir árið á undan. Greitt er úr sjóðnum árlega, það er 1. febrúar. Á næstu dögum munu því berast greiðslur úr Félagsmannasjóðnum til félagsmanna sem starfa hjá Norðurþingi, Þingeyjarsveit, Tjörneshrepp og stofnunum þeirra.

Rétt er að geta þess að ekki hefur verið tekin staðgreiðsla af upphæðinni sem mun berast félagsmönnum í lok næstu viku, það er eftir 1. febrúar. Því þarf að greiða skatta af þessum greiðslum eftir á.

Í heildina munu 498 félagsmenn innan sveitarfélaga fá greiddar um 26 milljónir úr Félagsmannasjóðnum. Starfsmenn sveitarfélaga sem telja sig eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum, en hafa ekki fengið greiðslur, eru þeir vinsamlegast beðnir um að snúa sér til Skrifstofu stéttarfélaganna.

Auglýsing um kjör í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar kjörtímabilið 2024-2026

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar samþykkti í kvöld tillögu Uppstillingarnefndar um fulltrúa í stjórnir, ráð og nefndir á komandi kjörtímabili sem hefst eftir aðalfund félagsins í vor. Uppstillinganefndin auglýsti nýlega eftir félagsmönnum til að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Það gleðilega er að hópur félagsmanna á vinnumarkaði svaraði kallinu og hefur þeim öllum verið komið fyrir í trúnaðarstörfum og eru því á lista nefndarinnar. Endurnýjunin í stjórn, varastjórn og trúnaðarráði er veruleg eða um 40 prósent. Stilla þarf upp í rúmlega 80 stöður innan félagsins. Frestur til að skila inn nýjum tillögum er til 29. febrúar 2024.

Auglýsing um kjör í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar kjörtímabilið 2024-2026

Aðalstjórn:                                                                                 Vinnustaður:

Aðalsteinn Árni Baldursson         Formaður                           Skrifstofa stéttarfélaganna
Ósk Helgadóttir                                 Varaformaður                   Þingeyjarsveit – Stórutjarnaskóli
Sigurveig Arnardóttir                    Ritari                                 Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Jakob G. Hjaltalín                             Gjaldkeri                              ÚA – Laugum
Elva Héðinsdóttir                           Meðstjórnandi                PwC Húsavík
Kristján M. Önundarson                 Meðstjórnandi                Vegagerðin
Torfi Aðalsteinsson                         Meðstjórnandi                 Jarðboranir hf.

Varastjórn:
Guðný I. Grímsdóttir                                                                ÚA – Laugum
Agnes Einarsdóttir                                                                          Vogafjós
María Jónsdóttir                                                                             Fatahreinsun Húsavíkur sf.                        

Stefán Stefánsson                                                                          Landsvirkjun
Gunnþórunn Þórgrímsdóttir                                                      Norðurþing – Leikskólinn Grænuvellir
Börkur Kjartansson                                                                       Brim hf.

Trúnaðarráð:

Arnar Guðmundsson                                                                    Sjóvá

Sólveig Mikaelsdóttir                                                                    Norðurþing – Stjórnsýsluhús

Guðlaug Anna Ívarsdóttir                                                            Norðurþing – Öxarfjarðarskóli

Sigfús Hilmir Jónsson                                                                    Rifós hf.

Sigrún Hildur Tryggvadóttir                                                        PCC BakkiSilicon hf.
Þráinn Þráinsson                                                                            Víkurraf ehf.

Sunna Torfadóttir                                                                           Norðurþing – Leikskólinn Grænuvellir
Fanný S Cloé Goupil Thiercelin                                                   Penninn/Eymundsson

Þórdís Jónsdóttir                                                                            Þingeyjarsveit – Þingeyjarskóli

Rúnar Þór Jóhannsson                                                                 Jón Ingi Hinriksson ehf.
Ölver Þráinsson                                                                               Norðlenska ehf

Birta G. Amlin Sigmarsdóttir                                                      Heilbrigðisstofnun Norðurlands                                                                           

Jónas Sævarsson                                                                      SAH bretti  ehf.
Ingimar Knútsson                                                                           PCC BakkiSilicon hf.

Guðrún St. Steingrímsdóttir                                                       Penninn/Eymundsson            

Stjórn fræðslusjóðs:

Börkur Kjartansson

Gunnþórunn Þórgrímsdóttir

Stefán Stefánsson

Varamenn:                        

Kristján M. Önundarson

Elva Héðinsdóttir

Stjórn sjúkrasjóðs:               

Aðalsteinn Á. Baldursson

Arnar Guðmundsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Varamenn:                        

Ósk Helgadóttir

Sólveig Mikaelsdóttir

Jónína Hermannsdóttir

Stjórn orlofssjóðs:                

Ósk Helgadóttir

Kristján Ingi Jónsson

Agnieszka Anna Szczodrowska 

Varamenn:

Þórunn Anna Magnúsdóttir

Sunna Torfadóttir

Stjórn vinnudeilusjóðs:        

Elísabet Gunnarsdóttir

Jakob Gunnar Hjaltalín

Gunnhildur Gunnsteinsdóttir

Varamenn:                        

Ásgerður Heba Aðalsteinsdóttir

Elísa Dagmar Andrésdóttir

Laganefnd:                

Aðalsteinn J. Halldórsson

Torfi Aðalsteinsson

Sigurveig Arnardóttir

Varamenn:                        

Ingimar Knútsson

Hjördís Sverrisdóttir

Kjörstjórn:                 

Sólveig Mikaelsdóttir

Jónas Sævarsson

Varamenn:                        

Elísabet Gunnarsdóttir

Ingimar Knútsson

Skoðunarmenn reikninga:

Sigrún Marinósdóttir

Pétur H. Pétursson

Varamaður:                      

Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir

Siðanefnd:

Ari Páll Pálsson, formaður

Þóra Kristín Jónasdóttir

Ingunn Guðbjörnsdóttir

Varamenn:

Friðrika Illugadóttir

Eydís Kristjánsdóttir

Fulltrúar í 1. maí nefnd stéttarfélaganna:

Sigurveig Arnardóttir

Aðalsteinn Árni Baldursson

Varamenn:                        

Guðný Ingibjörg Grímsdóttir

Þráinn Þráinsson

Deild verslunar- og skrifstofufólks:

Aðalsteinn J. Halldórsson formaður

Elva Héðinsdóttir varaformaður

Karl Hreiðarsson ritari

Anna Brynjarsdóttir meðstjórnandi

Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir meðstjórnandi

Sjómannadeild Framsýnar:

Jakob Gunnar Hjaltalín formaður

Börkur Kjartansson varaformaður

Gunnar Sævarsson ritari

Sigdór Jósefsson meðstjórnandi

Héðinn Jónasson meðstjórnandi

Stjórn Framsýnar-ung:

Sunna Torfadóttir formaður

Önundur Kristjánsson ritari

Birta G. Amlin Sigmarsdóttir meðstjórnandi

Arnór Elí Víðisson meðstjórnandi

Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögur um félaga í einstakar trúnaðarstöður eða koma fram með nýja heildartillögu um skipan félaga í trúnaðarstöður fyrir næstu starfsár. Breytingartillögu skal fylgja skriflega heimild frá þeim, sem stungið er upp á og meðmæli a.m.k. 40 fullgildra félagsmanna. Nýjum heildartillögum þurfa að fylgja skrifleg meðmæli a.m.k. 80 fullgildra félagsmanna. Skylt er að koma breytingartillögum til Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, Húsavík fyrir 1. mars 2024. Kosningar fara fram í samræmi við reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslur.

Rétt er að taka fram að auglýsing þessi á ekki við um kjör í stjórnir deilda innan félagsins þar sem kosið er í stjórnir deilda á aðalfundum deildanna, það er Sjómannadeildar og Deildar verslunar- og skrifstofufólks. Það sama á við um  stjórn Framsýnar-ung. Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar skipar í stjórnina á hverjum tíma samkvæmt ákvæðum félagslaga.

Húsavík 24. janúar 2024

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar stéttarfélags

Hvatningarbréf til Framsýnar frá stjórn Félags eldri Mývetninga

Um leið og við þökkum yfirlýstan  stuðning Framsýnar við kjör eldri borgara sendum við hér eldri Mývetningar hvatningarbréf til félagsins:

„Stjórn Félags eldri Mývetninga hvetur til víðtækrar samstöðu um að ná niður verðbólgu og vöxtum.  Jafnframt hvetur stjórnin verkalýðsfélagið Framsýn til að tryggja  að eldra fólk verði ekki skilið eftir og því tryggðar verulegar kjarabætur í þeim viðræðum um kjör sem fram fara milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins. Einsýnt þykir að tómt mál sé að tala um þjóðarsátt eða breiðfylkingu á þeim vettvangi ef ekki á að taka tillit til löngu tímabærra úrbóta á kjörum eldra fólks en innan þessa hóps er að finna fátækustu aðila í samfélaginu sem oftar en ekki búa við algjört úrræðaleysi og verða að treysta á stuðning samfélagsins til daglegra þarfa.

Hér er vísað til stefnu LEB í kjaramálum þar sem þess er krafist að  almennt frítekjumark  verði hækkað og gripið til sértækra aðgerða til að bæta kjör þeirra verst settu. Áfram verði síðan unnið að lagfæringum og úrbótum.

Rétt er að minna á að langflest þeirra tugþúsunda eldra fólks sem um ræðir eru eldri félagsmenn  í stéttarfélögunum  sem lögðu grunninn að íslensku atvinnulífi og því þjóðfélagi sem við teljumst til í dag. Mikilvægt er að fulltrúar þeirra  eigi aðkomu að þeim viðræðum sem standa yfir við stjórnvöld.

Með baráttukveðjum!

Stjórn  Félags eldri Mývetninga“

Bréfið frá félögum okkar í Mývatnssveit var til umræðu í stjórn og trúnaðarráði Framsýnar í kvöld og fékk það mjög góða umræðu. Innihaldi bréfsins hefur þegar verið komið á framfæri við Starfsgreinasamband Íslands sem fer með samningsumboð Framsýnar gagnvart ríkinu. Þá hefur Framsýn auk þess komið sínum ábendingum á framfæri við Starfsgreinasambandið hvað varðar málefni eldri félagsmanna. Áhersluatriðin sem voru unnin í samstarfi við Félag eldri borgara á Húsavík og nágrennis eru eftirfarandi:

  • Framsýn lýsir yfir fullum stuðningi við þá kröfu Landssambands eldri borgara að grunnlífeyrir frá TR verði sambærilegur lægsta taxta SGS.
  • Framsýn lýsir yfir fullum stuðningi við þá kröfu Landssambands eldri borgara að frítekjumark vegna lífeyristekna verði hækkað verulega en það hefur verið óbreytt til margra ára.
  • Framsýn telur afar óeðlilegt að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð falli niður við 70 ára aldur fólks á vinnumarkaði.
  • Framsýn kallar eftir leiðréttingum á framfærsluviðmiðum til að tryggja eldri borgurum mannsæmandi lífsviðurværi.
  • Framsýn telur eðlilegt að tekið verði tillit til þess við ákvörðun lífeyris að lífslíkur sjóðfélaga eru mismunandi. Horft verði til breytinga sem verið er að gera í Danmörku á almannatryggingakerfinu til að mæta misjöfnum lífslíkum.
  • Framsýn telur eðlilegt að séreign verði gerð skattfrjáls.
  • Framsýn krefst þess að ríkið jafni að fullu örorkubyrgði lífeyrissjóðanna.

Lágmarksfélagsgjald og kjörgengi

Félagsgjöld í Framsýn eru ákveðin á aðalfundi félagsins á hverjum tíma. Þau hafa verið óbreytt til fjölda ára eða 1% af launum starfsmanna. Til að teljast fullgildur félagsmaður þurfa menn að vera á vinnumarkaði og hafa náð að greiða lágmarksfélagsgjald kr. 14.649,- á árinu 2023. Félagsmenn sem eru á vinnumarkaði og ná ekki að greiða lágmarksgjaldið s.s. vegna þess að þeir eru í hlutastarfi eða störfuðu á vinnumarkaði, aðeins hluta af árinu, stendur til boða að greiða mismuninn á greiddu félagsgjaldi á árinu og lágmarksgjaldinu enda ætli þeir sér  að vera  áfram á vinnumarkaði. Geri menn það hafa menn fullt kjörgengi í félaginu og teljast fullgildir félagsmenn. Eða eins og stendur í lögum félagsins;

Þeir félagsmenn, sem ekki hafa náð að greiða það lágmarksgjald, sem aðalfundur hefur ákveðið skulu færðir á aukafélagaskrá. Greiði þeir skuld sína vegna næstliðins starfsárs fyrir 31. mars, skulu þeir á ný færðir á skrá yfir fullgilda félagsmenn.“

Rétt er að taka skýrt fram að greiðslur til félagsmanna úr sjóðum félagsins s.s. sjúkra- orlofs eða starfsmenntasjóðum taka ávallt mið af greiðslum atvinnurekenda í þessa sjóði af viðkomandi félagsmönnum ekki lágmarksgjaldinu enda kjarasamningsbundið að atvinnurekendur greiði í þessa sjóði, ekki almennir félagsmenn. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna eða með því að senda fyrirspurn á  netfangið kuti@framsyn.is.

Unnið við frágang á borholum

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Þeistareykjum í gær en þá var unnið að því að setja upp toppbúnað á ÞG-20 sem er seinni borholan sem Jarðboranir boruðu fyrir Landsvirkjun í sumar á Þeistareykjum. Því fylgir að tengja hana við hljóðdeyfi, frárennsli ofl. Nú er holan að hita sig og verður væntanlega hleypt upp fljótlega. Fyrri holan, ÞG-19, hefur verið í blæstri frá því í desember og lofar góðu. Báðar borholurnar eru skáboraðar. Lengdin á þeim er 3000 metrar og raundýpið eitthvað um 2400 metrar. Síðan er að vona, að orkan sem verður til við frekari boranir, verði notuð til atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsveit eða Norðurþingi.

Þú ert einn á fundinum!

Fundarformið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, sumir tengja það Covid þegar mönnum var almennt bannað að koma saman, hvað þá að  funda í návígi. Vissulega getur það verið þægilegt að funda í gegnum Teams og önnur sambærileg forrit þar sem það sparar bæði peninga og tíma fyrir þá sem taka reglulega þátt í fundum. Á meðfylgjandi mynd má sjá Kristján M. Önundarson sem situr í Uppstillinganefnd Framsýnar funda með öðrum í nefndinni í gegnum Teams. Hann sitjandi í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík og á skjánum má sjá Gullu í Klifshaga í Öxarfirði og Ósk sem býr í Merki í dalnum fagra, Fnjóskadal, en þær eru með Kristjáni í nefndinni ásamt tveimur öðrum fulltrúum sem gátu ekki verið með á fundinum í gær.  Nefndin hefur undanfarið unnið að því að stilla upp í allar helstu stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar fyrir kjörtímabilið 2024-2026, samtals yfir 80 félagsmönnum. Nefndin reiknar með að klára verkið síðdegis á morgun. Í kjölfarið verður tillagan auglýst á heimasíðu stéttarfélaganna.

Reglulegur stjórnarfundur Framsýnar á miðvikudaginn

Stjórnar og trúnaðarráðsfundur verður haldinn í Framsýn miðvikudaginn 24. janúar kl. 17:00. Að venju er stjórn Framsýnar-ung boðið að sitja fundinn.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Inntaka nýrra félaga

3. Kjaramál

4. Tillaga Uppstillinganefndar

5. Hraunholt- kaupsamningur

6. Orlofskostir 2024

7. Heimild formanns

8. Lagabreytingar

9. Erindi frá Kór eldri borgara Húsavík

10. Könnun Vörðu

11. Fiskvinnslunámskeið

12. Sjóböðin-kjaramál

13. Heimsókn til PCC

14. Samkomulag við SÍS

15. Hækkanir á styrkjum úr fræðslusjóðum

16. Aðalfundir deilda

17. Staða framkvæmda á vegum Bjargs á Húsavík

18. Erindi frá stjórn Félags eldri Mývetninga

19. Hækkanir á gjaldskrám sveitarfélaga

20. Kjör trúnaðarmanns á Pálsgarði

21. Önnur mál

Tæplega 100 milljónir til félagsmanna

Það kemur sér afar vel fyrir félagsmenn Framsýnar að eiga aðild að öflugu stéttarfélagi, ekki síst í veikindum. Styrkur félagsins gerir það að verkum að félagið getur gert betur við sína félagsmenn en almennt gerist á almenna vinnumarkaðinum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fengu félagsmenn greiddar um 97 milljónir frá félaginu á árinu 2023 í sjúkrastyrki og sjúkradagpeninga vegna langvarandi veikinda, það er eftir að kjarasamningsbundnum rétti þeirra var lokið hjá viðkomandi fyrirtæki. Í heildina bárust 1.389 umsóknir í sjóðinn. Innan Framsýnar eru rúmlega 3.400 félagsmenn.

Sjúkrasjóðurinn hefur komið að því að greiða niður kostnað fyrir félagsmenn m.a. sálfræðiþjónustu, sjúkraþjálfun, heilsurækt, útfararkostnað, krabbameinsskoðun, áhættumat hjá hjartavernd, göngugreiningu, viðtalstíma hjá fjölskylduráðgjöfum og kostnað vegna gleraugnakaupa og kaupa á heyrnatækjum. Þá eiga félagsmenn einnig rétt á fæðingarstyrk frá félaginu sem og fleiri styrkjum sem hægt er að fræðast betur um á heimasíðu stéttarfélaganna; framsyn.is.

Reiknað er með að tekjur sjóðsins í gegnum iðgjöld verði rúmlega 100 milljónir á árinu 2023, þannig að hann komi til með að standa undir þeim skuldbindingum er tengjast útgreiðslum úr sjúkrasjóðnum. Niðurstöðutölur vegna ársins liggja ekki fyrir.

Þingiðn – Vinnutími samræmdur frá 1. febrúar 2024

Frá og með 1. febrúar nk. verður einn samræmdur vinnutími hjá aðildarfélögum Samiðnar, þar á meðal Þingiðnar, en frá þeim tíma verður virkur vinnutími 36 klukkustundir á viku. Jafnframt verður deilitala dagvinnukaups 156 frá sama tíma. Áhrif breytts fyrirkomulags á kaffi- og matartíma hefur engin áhrif nema um annað sé samið.

Umrædd breyting byggir á 3. grein í kjarasamningi aðila frá 12. desember 2022 en gildistími hans er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Ef óskað er aðstoðar við útfærsluna er hægt að senda tölvupóst á postur@samidn.is

Auglýsing um kjör á fulltrúum í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Þingiðnar fyrir kjörtímabilið 2024-2026

Kjörnefnd Þingiðnar hefur komið sér saman um fulltrúa í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Þingiðnar fyrir kjörtímabilið 2024-2026. Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögur um félagsmenn í einstakar trúnaðarstöður eða koma fram með nýja heildartillögu um skipan í trúnaðarstöður næsta kjörtímabil. Breytingartillögu skal fylgja skrifleg heimild frá þeim sem stungið er upp á og meðmæli a.m.k. 10% fullgildra félagsmanna. Sjá frekari upplýsingar neðar í auglýsingunni.

Aðalstjórn:

Jónas Kristjánsson                          Formaður                           Bílaleiga Húsavíkur ehf.

Jónas Hallgrímsson                         Varaformaður                  Trésmiðjan Rein ehf.

Hólmgeir Rúnar Hreinsson          Ritari                                     Trésmiðjan Rein ehf.

Þórður Aðalsteinsson                    Gjaldkeri                             Trésmiðjan Rein ehf.

Hermann Sigurðsson                     Meðstjórnandi                 Eimskip hf.

Varastjórn:                                        Vinnustaður:    

Gunnólfur Sveinsson                     Bílaleiga Húsavíkur ehf.

Máni Bjarnason                                Norðurvík ehf.

Daníel Jónsson                                 Curio ehf.

Hörður Ingi Helenuson                 Fagmál ehf.

Trúnaðarmannaráð:

Sigurjón Sigurðsson                        Norðurvík ehf

Kristján G. Þorsteinsson                Bílaleiga Húsavíkur ehf.

Andri Rúnarsson                              Fjallasýn ehf.

Kristinn Jóhann Lund                     Trésmiðjan Rein ehf.

Rafnar Berg Agnarsson                 PCC Bakki

Sigurður Karlsson                            Eimskip hf.

Varatrúnaðarmannaráð:

Sveinbjörn Árni Lund                     Curio ehf.

Kristján Gíslason                              Norðlenska ehf.

Sigurður Sigurjónsson                   Bifreiðaskoðun Íslands ehf.

Bjarni Gunnarsson                          Fjallasýn ehf.

Skoðunarmenn ársreikninga:                                    Kjörstjórn:

Kristján Gíslason                                                             Máni Bjarnason

Arnþór Haukur Birgisson                                              Jónmundur Aðalsteinsson

Varamaður:                                                                      Varamenn:

Stefán Jónasson                                                              Andri Rúnarsson

Tístran Blær Karlsson

Kjörnefnd:                                                                   Fulltrúi félagsins 1. maí nefnd stéttarfélaganna:

Davíð Þórólfsson                                                            Jónas Kristjánsson

Gunnólfur Sveinsson

Kristján Gíslason

Stjórn Sjúkrasjóðs:                                                        Stjórn Fræðslusjóðs:

Jónas Kristjánsson                                                          Jónas Kristjánsson

Hermann Sigurðsson                                                     Aðalsteinn Árni Baldursson

Hólmgeir Rúnar Hreinsson                                          Jónína Hermannsdóttir

Varamenn:                                                                        Varamenn:

Jónas Hallgrímsson                                                         Hólmgeir Rúnar Hreinsson

Þórður Aðalsteinsson                                                   Hermann Sigurðsson

Stefán Jónasson

Stjórn Orlofssjóðs:                                                       Stjórn Vinnudeilusjóðs:                                              

Jónas Kristjánsson                                                        Jónas Kristjánsson                         

Jónas Hallgrímsson                                                         Jónas Hallgrímsson

Hólmgeir Rúnar Hreinsson                                          Hólmgeir Rúnar Hreinsson

Þórður Aðalsteinsson                                                   Þórður Aðalsteinsson

Hermann Sigurðsson                                                     Hermann Sigurðsson                    

Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögur um félagsmenn í einstakar trúnaðarstöður eða koma fram með nýja heildartillögu um skipan í trúnaðarstöður næsta kjörtímabil. Breytingartillögu skal fylgja skrifleg heimild frá þeim sem stungið er upp á og meðmæli a.m.k. 10% fullgildra félagsmanna. Nýjum heildartillögum þurfa að fylgja skrifleg meðmæli a.m.k. 20% félagsmanna. Skylt er að koma breytingartillögum til skrifstofu félagsins að Garðarsbraut 26, 640 Húsavík, fyrir 15. febrúar 2024.

Athygli er vakin á því að samkvæmt 10. gr. félagslaga c-lið eru félagsmenn skuldbundnir til að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið, nema einhver sú ástæða hamli, sem félagsfundur tekur gilda. Enginn getur, nema af frambornum ástæðum sem félagsfundur tekur gilda, skorast undan að taka kosningu í stjórn eða útnefningu til annarra starfa í þágu félagsins. Þó getur starfandi stjórnarmaður, sem verið hefur þrjú ár samfellt í stjórn félagsins, skorast undan stjórnarstörfum í jafnlangan tíma. Sama gildir um önnur trúnaðarstörf í þágu félagsins.

Nýr formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn 11. janúar 2024. Miklar og góðar umræður urðu um kjaramál og yfirstandandi viðræður aðila vinnumarkaðarins. Töldu fundarmenn mikilvægt að tekið yrði fullt tillit til hagsmuna landsbyggðarinnar í viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við ríkið og Samtök atvinnulífsins. Ályktað var um málið sem er meðfylgjandi fréttinni.

Umræður urðu jafnframt um verslun og þjónustu á félagssvæðinu. Óánægju gætir með einu stóru matvörubúðina á Húsavík sem Samkaup reka. Forsvarsmönnum Framsýnar var falið að koma óánægjunni á framfæri við stjórnendur Samkaupa og krefjast úrbóta hvað varðar vöruúrval og almennt aðgengi í búðinni.

Þá var gengið frá kjöri á öflugri stjórn deildarinnar sem er með yfirgripsmikla þekkingu á stöðu og réttindamálum verslunar- og skrifstofufólks. Aðalsteinn J. sem er reyndur félagsmálamaður var kjörinn formaður deildarinnar en hann var nýlega ráðinn á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Tæplega 400 félagsmenn eru skráðir í deildina sem fer ört fjölgandi.

Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn deildarinnar, starfsárið 2024:

Nafn:                                                                                         Vinnustaður:

Aðalsteinn J. Halldórsson formaður                             Skrifstofa stéttarfélaganna        

Elva Héðinsdóttir varaformaður                                   PwC

Karl Hreiðarsson ritari                                                  VÍS

Anna Brynjarsdóttir meðstjórnandi                              Lyfja

Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir meðstjórnandi         Eimskip

Eftirfarandi ályktun um kjaramál var samþykkt samhljóða á aðalfundinum:

Ályktun um kjaramál

„Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar kallar eftir þjóðarsátt um frið á vinnumarkaði við endurnýjun kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum.  Lögð verði höfuðáhersla á að tryggja stöðu þeir lægst launuðu til framtíðar hvað varðar almenn kjör. Samhliða því verði tekið á verðbólgunni og alltof háu vaxtastigi, sem hefur haldið þúsundum heimila í landinu í heljargreipum og haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt. 

Launafólk eitt ber ekki ábyrgð á stöðugleika í landinu og við núverandi aðstæður er ekki í boði fyrir viðsemjendur verkalýðshreyfingarinnar að sitja hjá. Stjórnvöld, sveitarfélög, Samtök atvinnulífsins, fjármálastofnanir, verslunar- og þjónustuaðilar verða að taka höndum saman með hreyfingunni og finna leiðir til að ná tökum á verðbólgunni og tryggja efnahagslegan stöðugleika.

Framsýn gerir jafnframt skýlausa kröfu um að tekið verði á þeim mikla aðstöðumun sem íbúar á landsbyggðinni búa við, samanborið við höfuðborgarsvæðið, landsbyggðinni í óhag. Það á ekki síst við um raforkuverð, eldsneytisverð, flutningskostnað, vöruverð og aðgengi að opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og framhaldsnámi. Því miður búa ekki allir landsmenn við það sjálfsagða öryggi að hafa læknisþjónustu í heimabyggð eða aðgengi að hátæknisjúkrahúsi í bakgarðinum hjá sér. Um er að ræða kostnaðarsama liði sem almennt verkafólk á mjög erfitt með að takast á við og fjölmörg dæmi eru um að fjölskyldur hafi þurft að flytjast búferlum á höfuðborgarsvæðið, þar sem það hefur verið að sligast undan gríðarlegum útgjöldum sem fylgja því að búa á landsbyggðinni. 

Aðalfundurinn mælir með heildstæðum kjarasamningi til þriggja ára enda sé hann byggður á þeirri grundvallarnálgun að bæta kjör þeirra lægst launuðu og jöfnun lífskjara í landinu. Framsýn mun aldrei skrifa upp á kjarasamning sem mismunar fólki enn frekar eftir búsetu.“

Endurskoðun Samstarfs

Fimm ára endurskoðun starfsmatskerfisins SAMSTARFS hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Starfsmatið er kerfi þar sem starfsmönnum sveitarfélaga eru ákvörðuð grunnlaun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er. Í desember sl. tók Samband íslenskra sveitarfélaga einhliða ákvörðun um að senda drög að niðurstöðum starfsmats eftir endurskoðun til allra sveitarfélaga með þeim skilaboðum að taka mið af þeim frá 1. janúar 2024. Var þetta gert án vitneskju stéttarfélaganna og ekki var búið að ljúka vinnunni né samþykkja nýja matið af framkvæmdanefnd um starfsmatskerfið. Ágreiningur hefur verið um gildistíma nýja matsins og stéttarfélögin telja að það eigi að gilda frá 1. september 2021. Fundur var haldinn í framkvæmdanefnd 15. desember sl. þar sem nýja matið var afgreitt að undanskildum störfum félagsliða á velferðarsviði og veitustörfum, en fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga sátu hjá við þá afgreiðslu. Það er andstætt vinnureglum starfsmatsins sem kveða á um samhljóða niðurstöðu. Vegna þessa var eftirfarandi bókað af hálfu fulltrúa stéttarfélaganna.

Sjá hér heimasíðu starfsmats

Sjá hér kjarasamninga STH, viðbót frá 2023 og samningin frá 2020

Bókun fulltrúa stéttarfélaga á fundi framkvæmdarnefndar um starfsmatskerfið SAMSTARF 15.12.2023

Fulltrúar stéttarfélaga í framkvæmdanefnd um starfsmatskerfið SAMSTARF gera alvarlegar athugasemdir við einhliða ákvörðun fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga um að birta drög að niðurstöðum starfsmats við 5 ára endurskoðun. Fulltrúar stéttarfélaganna líta svo á að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða. Vinna við endurskoðun hefur verið í gangi á vettvangi nefndarinnar sl. tvö ár. Með ákvörðuninni virtu fulltrúar Sambandsins algjörlega að vettugi starfsreglur framkvæmdanefndar starfsmats.

Í 7. gr. starfsreglnanna kemur fram að allar ákvarðanir nefndarinnar skuli vera samhljóma og séu fullnaðarákvarðanir. Í 10. gr. er fjallað um birtingu niðurstaðna starfsmats og er skýrt að það er hlutverk framkvæmdanefndar að samþykkja og birta niðurstöður starfsmatsins.

Vinnu við endurmat starfa starfsmats er ekki lokið og hefur framkvæmdanefnd ekki samþykkt út úr nefndinni þá niðurstöðu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú tekið ákvörðun um að birta sveitarfélögunum.

Hingað til hefur ríkt algjör sátt um að fylgja starfsreglum starfsmatsins. Ákvörðun Sambandsins er fordæmalaus og með öllu óásættanleg. Þessi framganga Sambandsins stefnir áratuga samvinnu og samstöðu um starfsmatið í hættu.

Málinu er ekki lokið og munu stéttarfélögin halda til streitu kröfu sinni um gildistíma frá september 2021

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Ernir og Framsýn sammála um að halda samstarfinu áfram – miðar hækka í verði

Forsvarsmenn Framsýnar og Flugfélagsins Ernis gengu frá áframhaldandi samstarfi fyrir helgina varðandi sölu farmiða á sérstökum kjörum fyrir félagsmenn á flugleggnum Reykjavík – Húsavík / Húsavík – Reykjavík. Samningurinn gildir jafnframt fyrir önnur aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna.

Fram að þessu hefur verðið verið kr. 15.000,- per flugmiða. Vegna kostnaðarhækkana hjá flugfélaginu hækka miðarnir til Framsýnar í kr. 17.500,-. Framsýn mun áfram selja miðana á kostnaðarverði. Hækkunin tekur gildi 1. febrúar 2024.

Samningsaðilar eru sammála um að halda áfram samstarfi sem byggir á því að tryggja og efla flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur um ókomna tíð. Eins og kunnugt er hefur ríkt ákveðin óvissa um framtíð flugs milli þessara áfangastaða. Aðilar binda vonir við að hægt verði að tryggja flugið með samstilltu átaki hagsmunaaðila.

Merki Framsýnar stéttarfélags táknar framsýni og skarpskyggni

Árið 2008 lauk sameiningu stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum innan ASÍ, reyndar hefur Verkalýðsfélag Þórshafnar staðið utan við þessa sameiningu fram að þessu en starfar mjög náið með Framsýn stéttarfélagi. Félögin sem sameinuðust á sínum tíma voru Verkalýðsfélag Húsavíkur, Verslunarmannafélag Húsavíkur, Verkalýðsfélag Raufarhafnar og Verkalýðsfélag Öxarfjarðar. Sameinuðust þau undir nafninu Framsýn stéttarfélag. Fengin var grafískur hönnuður til að hanna merki fyrir félagið. Í umfjöllun um merkið segir:

Merki Framsýnar stéttarfélags táknar framsýni og skarpskyggni.

Merkið er að mestu í rauðum lit sem er traustur litur og heitur sem hæfir vel stéttarfélagi sem vill njóta virðingar og trausts meðal félagsmanna og landsmanna allra. Merkið er víkinga segl en markmið félagsins verður að gefa fólki byr í seglin með því að sækja fram í réttindabaráttu félagsmanna og þar með samfélagsins í heild. Víkingaseglið hefur einnig með upprunann okkar að gera. Seglið hefur ákveðna merkingu um sameiningu, þar sem marga þarf til að sigla víkinga skipum. Formin eru mjúk og hvöss. Þá er skriftin glaðleg og nútímaleg.

Merkið er hannað af Bjarka Lúðvíkssyni. Bjarki  er þekktur grafískur hönnuður sem útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 1999. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem grafískur hönnuður. Bjarki hefur hannað mörg þekkt merki sem m.a. hafa hlotið íslensku markaðsverðlaunin. Þá hafa merki sem hann hefur hannað komist í bók sem gefin er út í Evrópu sem tekur á bestu merkjum sem gerð eru í Evrópu ár hvert.  Meðal merkja sem hann hefur hannað eru merki Glitnis, Samtakana 78, Landic, Actavis og nú Framsýnar.

Að sjálfsögðu er Framsýn stéttarfélag krúttlegsta stéttarfélagið á Íslandi.

Hvatning til samstöðuaðgerða með Palestínu 15. janúar 2024

Mánudaginn 15. janúar nk. verða 100 dagar liðnir frá upphafi núverandi árásarstríðs Ísraela á
hendur Palestínufólki á Gaza. Ísraelar hafa um langt skeið farið fram með grófum hernaði gegn
almenningi á Gaza. Stríðsrekstur þeirra hefur nú tekið á sig breytta og verri mynd og berast
þaðan daglega fréttir af líklegum stríðsglæpum og öðrum brotum gegn alþjóðasáttmálum.
Alþýðusambandið og fleiri heildarsamtök innan alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar hafa árum
saman bent á það grófa misrétti sem verkafólk og almenningur allur í Palestínu býr við. Þar að
auki hafa þessi samtök sent frá sér fjölda ályktana í gegnum tíðina um stríðsrekstur Ísraela gegn
íbúum Palestínu.


Ekkert útlit er fyrir hlé á núverandi árásum á Gaza, auk þess sem Ísraelsher og landtökufólk á
Vesturbakkanum er farið að beita kröftum sínum þar og eykst spennan þar dag frá degi. Við
hvetjum því öll verkalýðsfélög til að sýna táknrænan stuðning og flagga palestínska fánanum á
hádegi þann 15. janúar nk., þegar 100 dagar eru liðnir frá upphafi árásanna, og leyfa þeim að
vera sýnilegir í nokkra daga hið minnsta.


Hægt er að nálgast fána hjá ASÍ í Guðrúnartúni 1, 105 Rvk.


Frekari upplýsingar veitir Andri varaformaður RSÍ í símanr 8533383 eða andri@fir.is.


f/h Fagfélaganna Stórhöfða 31 Rvk
Kristján Þórður Snæbjarnarso

Unnið að uppstillingu í Þingiðn

Kjörnefnd Þingiðnar kom saman til fundar í fundarsal stéttarfélaganna í gær til að raða félagsmönnum upp í trúnaðarstöður fyrir næsta kjörtímabil sem er 2024-2026, það er milli aðalfunda. Kjörnefnd er skipuð þeim Davíð Þórólfssyni, Kristjáni Gíslasyni og Gunnólfi Sveinssyni.

Kjörnefnd er ætlað að ljúka störfum í lok janúar og auglýsa sína tillögu um félagsmenn í trúnaðarstöður á vegum félagsins fyrir komandi kjörtímabil.

Samkvæmt félagslögum ber félagsmönnum að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Í 10. gr. c-liðar er eftirfarandi tiltekið;

„c) Að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið, nema einhver sú ástæða hamli, sem félagsfundur tekur gilda. Enginn getur, nema af frambornum ástæðum sem félagsfundur tekur gilda, skorast undan að taka kosningu í stjórn eða útnefningu til annarra starfa í þágu félagsins. Þó getur starfandi stjórnarmaður, sem verið hefur þrjú ár samfellt í stjórn félagsins, skorast undan stjórnarstörfum í jafnlangan tíma. Sama gildir um önnur trúnaðarstörf í þágu félagsins.“

Á fundinum var farið yfir núverandi uppstillingu. Fyrir liggur að gera þarf nokkrar breytingar þar sem dæmi eru um að félagsmenn séu hættir á vinnumarkaði og því ekki lengur kjörgengir. Þá hefur Vigfús Þór Leifsson varaformaður félagsins beðist undan frekari störfum fyrir félagið eftir áratuga setu í stjórn félagsins. Velt var upp nokkrum nöfnum sem kæmu til greina inn í stjórn félagsins og í önnur embætti. Eftir góðar umræður var samþykkt að hafa samband við ákveðna menn með það að markmiði að fá þá inn í stjórn og varastjórn. Stillt verður upp í aðrar stjórnir og ráð eins og verið hefur enda skylda félagsmanna að gegna störfum í þágu félagsins. Skorað er á áhugasama félagsmenn Þingiðnar sem vilja taka þátt í störfum félagsins að hafa samband við Kjörnefnd sem fyrst þar sem nefndin reiknar með að klára sína vinnu í næstu viku.

Skrifað formlega undir kaupsamning

Í vikunni var formlega gengið frá kaupum Framsýnar og Þingiðnar á tveimur orlofsíbúðum sem eru í byggingu í Hraunholtinu á Húsavík. Áður höfðu kaupin verið handsöluð. Það voru formenn félaganna, Jónas og Aðalsteinn Árni sem undirrituðu kaupin fh. félaganna, ásamt verktakanum Ragnari Hjaltested. Með kaupunum vilja félögin auka enn frekar þjónustu við félagsmenn sem starfa víða um land en um 60% félagsmanna Framsýnar búa utan Húsavíkur eða tæplega 2.000 félagsmenn af 3.500 félagsmönnum. Þá eru félagsmenn Þingiðnar einnig dreifir um landið. Ákvörðunin um kaupin var tekin á sameiginlegum félagsfundi stéttarfélaganna 21. nóvember 2023 þar sem tillaga um kaup á íbúðunum var samþykkt samhljóða með lófaklappi.

Um er að ræða 118 m2. íbúðir með geymslu.  Íbúðirnar verða full frágengnar með lóð og upphituðu bílastæði. Verðmatið per íbúð er 69.350.000,-. Áætlað er að íbúðirnar verði klárar 1. ágúst 2024.

Jafnframt er til skoðunar að nota íbúðirnar í skiptum yfir sumarið fyrir orlofshús í eigu annarra stéttarfélaga víða um land. Slík skipti opna á nýja og áhugaverða möguleika fyrir félagsmenn Þingiðnar og Framsýnar, þannig fengju þér aðgengi að orlofshúsum s.s. á Vestfjörðum, Vesturlandi og á Suðurlandinu í staðin fyrir orlofsíbúðirnar á Húsavík. Þá geta íbúðirnar einnig gagnast félagsmönnum sem búa utan Húsavíkur og aðstandendum þeirra þurfi þeir að dvelja á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um tíma vegna veikinda.

Um er að ræða sögulega stund. Víða um land eiga stéttarfélög og starfsmannafélög orlofsíbúðir í þéttbýli s.s. á Akureyri.  Fram að þessu hefur það ekki þekkst að slíkar íbúðir væru í boði á Húsavík. Með kaupum Framsýnar og Þingiðnar á tveimur orlofsíbúðum verður þar breyting á hvað félagsmenn þessara félaga varðar. 

Ríkasta 0,1 prósent landsmanna eignaðist 28 nýja milljarða í fyrra – það er greinilega eitthvað til skiptanna

Heimildin fjallar um misskiptinguna sem hefur verið að aukast í þjóðfélaginu með hverju árinu. Miðað við ofsagróða 0,1% þjóðarinnar ætti ekki að vera erfitt að gera góða kjarasamninga í yfirstandandi kjaraviðræðum SA og aðildarfélaga ASÍ sem standa yfir um þessar mundir. Heimildin skrifar:

„Þær 242 fjöl­skyld­ur lands­ins sem þén­uðu mest í fyrra áttu sam­tals 353 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót og skuld­uðu lít­ið sem ekk­ert. Næst­um þrjár af hverj­um fjór­um krón­um sem hóp­ur­inn þén­ar eru fjár­magn­s­tekj­ur. Eign­ir hans eru van­metn­ar þar sem verð­bréf eru met­in á nafn­virði, ekki á því virði sem hægt væri að selja þau á.

Ríkasta 0,1 prósent landsmanna – hópur sem telur alls 242 heimili – átti alls 353 milljarða króna í eigin fé í lok síðasta árs. Auður hópsins jókst um 28 milljarða króna á árinu 2022. Að meðaltali jókst eigið fé hvers og eins heimilis innan hópsins um tæplega 116 milljónir króna á einu ári. 

Þessi hópur skuldar lítið sem ekkert. Eiginfjárhlutfall hans er 98,4 prósent. Hver fjölskylda innan hópsins átti að meðaltali 1,5 milljarð króna í eignum í lok síðasta árs en skuldaði að meðaltali 23 milljónir króna. Ljóst má vera að sumir innan hópsins eru miklu ríkari en aðrir og því lýsir meðaltalseignin einungis hluta af stöðunni eins og hún er.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem birt var á vef Alþingis á síðasta degi fyrir þinglok. Þar var spurt hvernig eignir og skuldir heimila landsins skiptust …“

Dregið úr styrkveitingum til sveitarfélaga og stofnanna vegna BSRB aðildarfélaga

Það tilkynnist hér með að stjórnir Mannauðssjóðs Kjalar, Mannauðssjóðs Samflots bæjarstarfsmanna og Mannauðssjóðs KSG hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að loka á styrkveitingar vegna ferðakostnaðar og gistingar í náms- og kynnisferðum í styrk til sveitarfélaga/stofnana. Ákvörðunin kemur til vegna bágrar fjárhagsstöðu sjóðanna í kjölfar mikillar aukningar á umsóknum í náms- og kynnisferðir. Lokunin tekur gildi frá 24. desember 2023. Þessar reglur gilda m.a. fyrir félagsmenn í Starfsmannafélagi Húsavíkur enda er félagið innan BSRB.

Við minnum á aðalfund Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf
– Kosning starfsmanna fundarins
– Skýrsla stjórnar
– Stjórnarkjör

2. Önnur mál

Skorað er á félagsmenn deildarinnar sem falla undir deildina að mæta á fundinn og taka þátt í líflegum umræðum, ekki síst um kjaramál. Það er félagsmenn Framsýnar sem starfa við verslun, þjónustu og skrifstofustörf.

Stjórn deildarinnar