Þriðjudaginn 19. nóvember stóð Framsýn fyrir fræðslufundi í Hlyn, félagsheimili eldri borgara á Húsavík og nágrenni um lífeyrismál. Jóna Finndís Jónsdóttir og Kristín Hilmarsdóttir komu frá Lífeyrissjóðnum Stapa og flutti Jóna erindi um lífeyrismál við starfslok. Þrátt fyrir að veður hafi nú verið allavega á þriðjudaginn var mætin þokkaleg á fundinn sem tókst með miklum ágætum.
Skápur og skilrúm
Hér á Skrifstofu stéttarfélaganna er hægt að fá gefins skáp og skilrúm sem eru ekki í notkun lengur vegna breytinga. Smá má gripina á meðfylgjandi myndum.
Áhugasemir geta haft samband í síma 4646600.
Nýjar myndir af íbúðum Bjargs á Húsavík
Við viljum vekja athygli á því að nýjar myndir hafa verið gerðar af íbúðum Bjargs sem eru í byggingu hér á Húsavík. Þær má nálgast hér.
Búið er að opna fyrir umsóknir og byrjar úthlutun 15. nóvember næstkomandi.
Tvö störf í Þingeyjarsveit
Athygli er vakin á því að á starfatorginu okkar hér að neðan eru tvö ný störf auglýst hjá Þingeyjarsveit. Skoðið Starfatorgið til þess að fræðast frekar um störfin.
Charity dance and yoga !
ON the 9th of November there will be a charity dance and yoga in the Framsýn hall. Futher information is in the ad above.
Góðgerðar dans og jóga !
Þann 9. nóvember verður góðgerðar dans og jóga í sal Skrifstofu stéttarfélaganna. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu.
Framsýn fræðir!
Þekkingarnetið hafa hafið kennslu á námi fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir. Markmið námsins er að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Leitað var til Skrifstofu stéttarfélaganna að halda erindi um einn námshátt sem einfaldlega heitir ,,Starfsemi stéttarfélaga“. Á myndinni má sjá nemendahópinn.
Sveitarfélag ársins
Athygli er vakin á því að val á Sveitarfélagi ársins verður kynnt 17. október. Nánar má lesa um valið og virðburðinn hér.
Umsóknir fyrir jólatímabil í orlofshúsum
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir jólatímabilið í íbúðum stéttarfélaganna sem er 22. desember til 2. janúar. Íbúðirnar eru í Reykjavík-Kópavogi-Akureyri og Húsavík. Umsóknum skal skilað á netfangið alli@framsyn.is
Umsóknartímabilið er frá deginum í dag til mánudagsins 28. október.
Stofnun Hagsmunasamtaka barna á Húsavík
Þann 1.júlí síðastliðinn kom saman hópur foreldra í tilefni af stofnun Hagsmunasamtaka
barna á Húsavík. Hvatinn að stofnun samtakanna var að nýta samtakamátt foreldra,
forráðamanna og samfélagsins alls til þess að bæta lífskjör barna á svæðinu, hvort sem það
snýr að öryggi, menntun, afþreyingu eða tómstundum.
Í auglýsingu um stofnfundinn stendur skrifað: Við getum gert svo margt gott ef við stöndum
saman og beitum okkur á jákvæðan hátt í þeim málum sem þarf að taka á í nærsamfélaginu
hvað varðar börnin okkar. Við sjáum til dæmis fyrir okkur að vinna saman að því að stuðla að
fjölbreyttari tómstundum og afþreyingu fyrir þau börn sem ekki finna sig í því sem er í boði
nú þegar, veita aðhald i öryggismálum og eiga yfirhöfuð gott samtal við sveitarstjórn og
skólayfirvöld, um allt sem þar fer fram.
Færum umræðurnar úr skúmaskotum yfir i ljósið og beitum okkur, í stað þess að barma okkur
i litlum hópum úti um allan bæ.
Vel var mætt á fundinn og alls skráðu sig 21 í samtökin. Það var kosið í stjórn samtakanna,
auk þess sem samþykktir samtakanna voru skrifaðar. Það eru þau Axel Árnason, Brynja Rún
Benediktsdóttir, Elena Martinez, Elva Héðinsdóttir og Svava Hlín Arnarsdóttir sem skipa
stjórnina og Benedikt Þorri Sigurjónsson, Guðný Ósk Agnarsdóttir og Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir sem skipa varastjórn. Stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir
stjórnarkjör.
Þá sendi fundurinn frá sér ályktun er varðar öryggi barna, þar sem hvatt er til þess að unnin
verði stefna og aðgerðaáætlun um umferðaröryggi. Ályktunin er svohljóðandi:
Hagsmunasamtök Barna á Húsavík leggja til að unnin verði stefna um umferðaröryggi barna
á Húsavík og í framhaldinu aðgerðaáætlun sem tryggir að allt skipulag, öll hönnun og allar
framkvæmdir innan Húsavíkur verði gerðar með hag barna að leiðarljósi. Markvisst verði
unnið að því að bæta umferðaröryggi og aðstöðu fyrir öll börn, óháð ferðamáta.
Samtökin eru með Facebook-síðuna: Hagsmunasamtök barna á Húsavík, auk þess sem hægt
er að senda tölvupóst á hsb.husavik@gmail.com til þess að ganga í samtökin. Skráning í
samtökin er gjaldfrjáls og ekki eru innheimt félagsgjöld.
Samtökin hvetja foreldra og öll þau sem láta sig hagsmuni barna á svæðinu varða, að skrá sig
í samtökin.
Bústaður laus á föstudagin
Við vekjum athygli á því að sumarbústaðurinn í Bláskógum er laus á föstudaginn kemur, 9. ágúst til 16. ágúst.
Fyrstur kemur fyrstur fær, það spáir þurru veðri í Bláskógum um helgina og í næstu viku meðan rigningin á að ráða ríkjum hér fyrir norðan.
Lausar vikur í orlofshúsum í sumar
Úthlutun orlofshúsa fyrir sumarið 2024 er lokið en umsóknarfrestur var til 10. apríl. Nokkrar vikur eru lausar nú þegar úthlutuninni er lokið og eru þær hér með lausar til úthlutunar fyrir félagsmenn.
Vikurnar sem eru lausar:
Mörk, Grímsnesi
2/8-9/8
23/8-30/8
Svignaskarð
23/8-30/8
Bjarkarsel Flúðum
14/6-21/6
16/8-23/8
Flókalundur
14/6-21/6
Sumarferð stéttarfélaganna
Árleg sumarferð stéttarfélaganna verður farin laugardaginn 22. júní næstkomandi. Að þessu sinni verður farið í Þistilfjörð. Farið verður með rútu frá Fjallasýn.
Lagt verður af stað klukkan 09:00 frá Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Þaðan verður ekið að Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Þar mun Daníel Hansen, forstöðumaður fræðasetursins, taka á móti hópnum og kynna setrið og sýna. Eftir að því lýkur mun Daníel slást í för með hópnum og sjá um leiðsögn ferðarinnar. Farið verður á Langanes og ef aðstæður leyfa, alla leið út á Font. Grillað verður í mannskapinn síðdegis auk þess sem boðið verður upp á súpu í hádeginu á Þórshöfn. Komið verður aftur heim til Húsavíkur um kvöldið.
Verð er 7.000 krónur á félagsmann og sama verð er á maka/vin/vinkonu.
Skráning er í síma 4646600 eða á netfangið aga@framsyn.is. Skráning er þegar hafin og fer vel af stað. Sráningu lýkur miðvikudaginn 19. júní. Ferðin er háð góðu veðri. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Framsýnir bændur
Nokkrir Suður-Þingeyskir bændur hafa tekið höndum saman og plægt og sáð korni í um 40 hektara stykki í landi Laxamýrar á undanförnum dögum. Þessi umfangsmikla sáning tengist verkefni sem Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hefur haldið utan um síðustu árin um að kaupa, setja upp og reka kornþurrkunarstöð við Húsavík sem mun nýta glatvarma sem verður til vegna kælingar á hitaveituvatninu.
Sannarlega má segja að þessi uppbygging sé spennandi og ánægjulegt að sjá framfarir af þessu tagi hér á svæðinu.
Golfmót Samiðnar
Hið árlega golfmót Samiðnar verður haldið 16. júní í Leirunnu. Búist er við hressandi þátttöku. Nánar má lesa um málið á heimasíðu Samiðnar eða með því að smella hér.
Endurgreiðslur á flugkóðum
Nú er ljóst að flugi hefur verið hætt milli Reykjavíkur og Húsavíkur, í bili að minnsta kosti. Vafalaust eiga sumir ennþá ónotaða kóða sem keyptir hafa verið með væntingar um að flugi yrði haldið áfram. Hægt er að fá þá kóða endurgreidda með því að framvísa þeim á Skrifstofu stéttarfélaganna eða senda meldingu á alli@framsyn.is. Frestur til þess að fá endurgreiðslu er til 1. maí. Ekki eru þó endurgreiddir kóðar sem eru orðnir eldri en 12 mánaða.
Nýr kjarasamningur Framsýnar/LÍV og SA samþykktur
Nú rétt í þessu varð ljóst að nýr kjarasamningur Framsýnar/LÍV og Samtaka atvinnulífsins hefur verið samþykktur. Verslunar- og skrifstofufólk innan Framsýnar starfa eftir þessum samning.
Óhætt er að segja að samningurinn hafi verið samþykktur með milklum yfirburðum eins og sjá má hér að ofan en tæplega 91% þeirra sem kusu samþykktu samninginn. Kjörsókn var rúmlega 32%.
Voting for Framsýn members has begun
Electronic voting on the new collective agreement between SGS and SA to which Framsýn is a member began at 12:00 today. Here you can vote.
Here you can see all the key information about the agreement on the SGS information page:
The electronic voting runs until 09:00 on Wednesday 20 March. A total of 1072 are on the electoral roll of Framsýn regarding this collective agreement.
Formanni tekið fagnandi
Formaður Framsýnar kom heim eftir langa og stranga samningatörn í Karphúsinu laust fyrir hádegi í dag. Hann heilsaði upp á hóp trúnaðarmanna sem eru á námsskeiði hér á Skrifstofu stéttarfélaganna við komu sína í hús og var tekið fagnandi með lófaklappi, enda staðið í ströngu á undanförnum vikum við samningagerð.
Góðar líkur á að skrifað verði undir í dag
Ágætar líkur eru á að skrifað verði undir nýjan kjarasamning síðar í dag eftir langar og strangar samningaviðræður sem hafa síður en svo verið lausar við átök. Formaður Framsýnar fór fyrir vinnu Starfsgreinasambandsins er varða starfsskilyrði fólks í vinnu við ferðaþjónustu. Þrátt fyrir að alvaran sé allt um líkjandi í viðræðum sem þessum er þó hægt að slá á létta strengi annað slagið. Hér má sjá formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson og Bjarnheiði Hallsdóttur, formann samtaka ferðaþjónustunnar „takast á“ um niðurstöðu verðandi samninga.