Í gær stóðu starfsmenn Leikskólans Grænuvalla á Húsavík fyrir skemmtilegu boði fyrir frændur og frænkur leikskólabarna. Boðið var upp á kaffi, djús og kökur. Hópur fólks gerði sér ferð í leikskólann og heilsaði upp á litlar frænkur og frændur. Sjá myndir. Þórey og Harpa voru meðal þeirra sem heilsuðu upp á frænkur og frændur á leikskólanum í gær.
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni ,var á gestalistanum enda á hann öflugar frænkur á leikskólanum og reyndar nöfnu líka sem er í fanginu á honum en það er Elísabet Árný.
Ævar Þór heimsótti Höskuld frænda sinn sem var ánægður með að fá frænda í heimsókn.
Þær stóðu vaktina í góða veðrinu, Rósa og Gunnþórunn.
Meðan sum börnin tóku á móti gestum fóru önnur í göngutúr um bæinn enda veðrið með besta móti.