Fjölmargir ungir listamenn í búningum komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Þeir heilsuðu upp á starfsmenn og sungu fyrir þá mörg falleg lög. Að sjálfsögðu fengu gestirnir verðlaun, það er mæru af bestu gerð. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í dag á sjálfan Öskudaginn.