Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir kynningu á sáttatillögu ríkissáttasemjara í vikunni. Gestur fundarins var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar sem fór yfir innihald sáttatillögunnar. Miklar og góðar umræður urðu á fundinum um innihaldið og stöðu verkalýðshreyfingarinnar.
Það má alltaf reikna með fjörugum fundum á Þórshöfn, ekki síst ef kjaramál eru til umræðu.