Stjórn Þingiðnar kom saman á miðvikudaginn og fór yfir stöðu mála eftir að kjarasamningur Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem félagið á aðild að var felldur meðal félagsmanna. Ákveðið var að gefa sér nokkra daga til að skoða málið, það er hvort félagið fer í viðræður við Samtök atvinnulífsins eða óskar eftir viðræðum við atvinnurekendur á félagssvæðinu um kjarasamning. Stjórn félagsins mun koma saman aftur á næstu dögum og ákveða framhaldið.