Talningu er lokið hjá Þingiðn, félagi iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum vegna kjarasamnings Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem félagið á aðild að. Skrifað var undir kjarasamninginn 21. desember 2013. Alls höfnuðu 81% félagsmanna kjarasamningnum.
Niðurstaðan er eftirfarandi:
Kjarasamningur Þingiðnar/Samiðnar við Samtök atvinnulífsins:
Fjöldi á kjörskrá: 63
Fjöldi atkvæða og kjörsókn: 26 41%
Já sögðu: 3 11,53%
Nei sögðu: 21 80,77%
Auðir atkvæðaseðlar: 1 3,85%
Ógildir atkvæðaseðlar: 1 3,85%
Kjarasamningur Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem Þingiðn á aðild að skoðast felldur.