Framsýn stendur fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning í kvöld kl. 20:00. Mikilvægt er að félagsmenn Framsýnar mæti á fundinn. Eftir fundinn geta fundarmenn greitt atkvæði um samninginn. Þá má geta þess að sérstakur kynningarfundur fyrir pólsku- og enskumælandi félagsmenn verður í dag kl. 17:00. Báðir fundirnir verða að Garðarsbraut 26, efri hæð. Gengið inn við hliðina á Fatahreinsun Húsavíkur.