Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum stóð fyrir kynningarfundi á Húsavík í gærkvöldi um nýgerðan kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Heitar umræður urðu um niðurstöðu samningsins sem mönnum fannst alls ekki ásættanleg. Þá var persónuafsláttinn ræddur svo og þær hækkanir sem boðaðar hafa verið hjá hinu opinberra, sveitarfélögum og þjónustuaðilum þrátt fyrir yfirlýsingar um að halda aftur af hækkunum til að tryggja stöðugleika í þjóðfélaginu.
Verði niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni í takt við umræðuna á fundinum í gær verður kjarasamningurinn kolfelldur. Þá kom fram hörð gagnrýni á nýlega auglýsingaherferð Samtaka atvinnulífsins og á verkalýðsforystuna, það er sérstaklega á forystu ASÍ og Samiðnar. Því var velt upp hvort eðlilegt væri að forseti ASÍ sitji í skjóli 200 félagsmanna af um 100 þúsund félagsmönnum aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Almenn óánægja er með framgöngu forsetans í umræðunni að undanförnu þar sem óljóst þykir fyrir hverja hann er að vinna.
Þessi glæra blasti við iðnaðarmönnunum í gær. Það er 8.000 króna hækkun á kauptaxta Samiðnar. Menn sáu ekki ástæðu til að brosa eða gleðjast yfir þessari niðurstöðu samningsaðila.
Heitar umræður voru um kjaramál á félagsfundi Þingiðnar í gær. Atkvæðagreiða um samninginn fer vel á stað og hafa þegar 24% félagsmanna kosið en atkvæðagreiðsla um samninginn hófst í gærkvöldi og stendur út næstu viku.