Heimasíðan mun næstu daga fjalla betur um aðalfund Framsýnar með fréttum af því helsta sem fram kom á fundinum. Við byrjum á að segja frá því að baráttumaðurinn Hafliði Jósteinsson var heiðraður á fundinum fyrir vel unnin störf í þágu verkafólks í Þingeyjarsýslum. Hafliði tók þátt í að stofna Verslunarmannafélag Húsavíkur árið 1964. Frá þeim tíma hefur hann verið viðloðandi starf félagsins, þar af sem formaður félagsins í tvö ár. Frá sameiningu Verslunarmannafélagsins og Verkalýðsfélags Húsavíkur 2008 hefur hann setið í stjórn Deildar Verslunar- og skrifstofufólks þar til nú að hann ákvað að draga sig í hlé. Hafliði gegndi einnig trúnaðarstörfum fyrir Landssamband ísl. Verslunarmanna um tíma. Á aðalfundinum voru Hafliða færðar nokkrar gjafir frá félaginu fyrir vel unnin störf í þágu verslunarmanna og Framsýnar.A
Aðalsteinn formaður og Snæbjörn formaður Deildar verslunar og skrifstofufólks innan Framsýnar afhenda hér Hafliða viðurkenningu og gjafir frá Framsýn fyrir vel unnin störf. Með honum er eiginkona hans Laufey Jónsdóttir sem lengi starfaði fyrir Verkalýðsfélag Húsavíkur.