Kjaraviðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins, hefur verið vísað til Ríkissáttasemjara. Þetta var niðurstaða fundar samninganefndar LÍV í Karphúsinu í gær. Framsýn er aðili að þessum viðræðum í gegnum Deild verslunar- og skrifstofufólks innan félagsins.
Formaður LÍV, Guðbrandur Einarsson, er hér ásamt samstarfsfólki í Karphúsinu. Líkt og nokkur önnur landssambönd innan Alþýðusambands Íslands hefur LÍV vísað kjaradeilu sambandsins til Ríkissáttasemjara.