Fulltrúar Framsýnar fóru í vinnustaðaheimsókn í Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal fyrir helgina. Þar var þeim að venju vel tekið í eldhúsinu en þar starfa frábærir starfsmenn sem elda heimsins besta mat fyrir nemendur og aðra starfsmenn skólans. Góðar samræður áttu sér stað um þau málefni sem starfsmenn og fulltrúar Framsýnar höfðu áhuga á að ræða um. Fulltrúar Framsýnar munu fara á fleiri vinnustaði á næstunni.
Sigga og Sigrún eru magnaðar enda báðar úr Bárðardal.
Kristján kokkur og Jóna Jóns trúnaðarmaður starfsmanna hlusta hér á aðra starfsmenn ræða málin.
Fríða Þorkells og Aðalsteinn formaður Framsýnar tóku þátt í skemmtilegum samræðum starfsmanna í Mötuneyti Framhaldsskólans á Laugum.