Tæplega 20 trúnaðarmenn félagsmanna innan Framsýnar á vinnustöðum hafa síðustu daga dvalið á Selhótel Mývatn á trúnaðarmannanámskeiði. Námskeiðið gekk vel og voru trúnaðarmenn almennt ánægðir með námskeiðið en námskeiðinu lauk síðdegis í dag. Trúnaðarmennirnir notuðu tækifærið í gær eftir langan og krefjandi vinnudag og fóru í Baðlónið þar sem þeir náðu að slaka á fyrir átökin í dag. Þeir byrjuðu svo aftur í morgun og nú síðdegis lauk námskeiðinu. Framsýn stendur fyrir trúnaðarmannanámskeiði á hverju ári í góðu samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu.