Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í gær. Fundurinn var haldinn til undirbúnings aðalfundar félagsins næsta fimmtudag. Farið var yfir nokkur atriði er snerta dagskrá fundarins og ganga þarf frá fyrir fundinn. Þá var gengið frá sölu á orlofshúsi félagsins á Einarstöðum . Kjara- og atvinnumál voru til umræðu sem og starfsemi Starfsgreinasambands Íslands. Þá var aðild verkafólks að Framsýn einnig til umræðu. Síðast en ekki síst var ákveðið að minnast 100 ára afmælis félagsins með viðeigandi hætti. Tillaga þess efnis verður til umræðu á aðalfundi Framsýnar.
Fundarmenn koma sér fyrir en tæplega 30 félagar sitja í trúnaðarmannaráði Framsýnar. Svava Árnadóttir var í sambandi frá Raufarhöfn.
Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar átti nýlega stórafmæli. Félagar hennar í stjórn og trúnaðarmannaráði færðu henni afmælisgjöf á fundinum í gær í tilefni af því.