Ef þú ert orðinn 25 ára og hefur starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hefur áhuga á að ná þér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi þá gæti raunfærnimat hentað þér. Raunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta þá færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í nám í skipstjórn á B stigi (45.m. skip). Þátttakendur fara í kjölfarið í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á viskave.is.
Áhugavert nám er í boði fyrir skipstjórnendur hjá Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja. Mynd Haffi.