Einn mesti tungufoss landsins

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, hefur átt í ritdeilum við forsvarsmenn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Félag málm- og tæknimanna um nýgert samkomulag Framsýnar við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna við hvalaskoðun. Þegar tekist er á um málefni blandast oft inn í umræðuna þeir einstaklingar sem eiga í hlut. Sem dæmi má nefna að Árni Bjarnason formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið um málið. Þar kemur hann inn á að Fréttablaðið hafi leitað til Aðalsteins og beðið hann um að tjá sig um yfirlýsingu VM og FFSÍ varðandi þeirra athugsemdir um samkomulagið. Þar skrifar Árni: „Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum Aðalsteins Baldurssonar sem var sem endranær snöggur til svars, enda einn almesti tungufoss landsins.“  

Greinilegt er að sumir hafa gaman af þessu þar sem þó nokkuð hefur verið um að menn hafi komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna eða haft samband og spurt eftir Tungufossinum. Það verður að hafa gaman af þessu líka.

 Í grein í Morgunblaðinu er formaður Framsýnar sagður einn mesti tungufoss landsins.

 

Deila á