Aðalfundur Framsýnar samþykkti að félagsgjaldið verði óbreytt milli ára, það er 1% af launum félagsmanna. Þá var jafnframt samþykkt að laun stjórnar verði einnig óbreytt milli ára, það er að greiddir verði 3 tímar í yfirvinnu á taxta fiskvinnslufólks.