Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var skráð atvinnuleysi í lok apríl 2013 um 4,9% en að meðaltali voru 7.998 atvinnulausir í apríl og fækkaði atvinnulausum um 489 að meðaltali frá mars eða um 0,4% prósentustig. Atvinnuleysi í Norðurlandi eystra var í lok mánaðar 613, þar af voru 117 á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Af þeim voru 60 atvinnulausir í Norðurþingi, 17 í Þingeyjarsveit, 14 í Langanesbyggð, 1 í Svalbarðshrepp og í Skútustaðahreppi voru 15 á atvinnuleysisskrá í lok aprílmánaðar. Ekkert atvinnuleysi er um þessar mundir á Tjörnesi.
Um þessar mundir er ekkert atvinnuleysi á Tjörnesi. Í öðrum sveitarfélögum á félagssvæði stéttarfélaganna er hins vegar atvinnuleysi, mest í Norðurþingi eða samtals 60 einstaklingar.