Ríkissáttasemjari hefur boðað Samtök atvinnulífsins og Samninganefnd bræðslumanna á Þórshöfn til fundar næsta föstudag kl. 09:00 í húsi sáttasemjara. Síðustu daga hefur verið unnið að því að setja upp nýjan kjarasamning og þá þarf að ganga frá nokkrum sérmálum er varðar starfsemina á Þórshöfn. Vonir eru bundnar við að þessi vinna klárist um næstu helgi. Það er allt fyrir utan launaliðinn.