Framsýn greiðir krabbameinsleit

Þrátt fyrir að skoðunargjald fyrir krabbameinsleit hjá konum hafi hækkað um 62%  milli ára eða úr kr. 3.700,- í kr. 6.000,- hefur Framsýn samþykkt að halda áfram endurgreiðslum til félagsmanna. Endurgreiðslurnar tryggja fullgildum félagsmönnum fulla niðurgreiðslu á skoðunargjaldinu. Reiknað er með að kostnaður félagsins aukist við þetta um hálfa milljón króna milli ára. Framsýn hefur þegar komið athugasemdum á framfæri við hlutaðeigandi aðila þar sem þessum miklu hækkunum er mótmælt harðlega. Rétt er að geta þess að það er Velferðarráðuneytið sem gefur út þessa verðskrá.

Deila á