Viltu vinna páskaegg?

Þar sem páskarnir eru framundan höfum við ákveðið að gefa lesendum heimasíðu stéttarfélaganna og vinum á Facebook tækifæri á að eignast vegleg páskaegg frá stéttarfélögunum. Þeir sem vilja vera með í þessum skemmtilega leik eru beðnir um að senda nafn, heimilisfang og símanúmer á netfangið framsyn@framsyn.is. Síðan verða nokkrir heppnir lesendur dregnir út og fá þeir páskaegg í verðlaun. Hægt verður að fylgjast með leiknum og vinningshöfum á heimasíðunni.

Deila á